145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

lengd þingfundar.

[15:11]
Horfa

Anna Margrét Guðjónsdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kveinka mér ekkert undan því að tala í nótt ef því er að skipta. En mér finnst þetta nú ekki bara snúast um okkur þingmenn. Mér finnst þetta aðallega snúast um þau sem eru úti í samfélaginu og vilja fylgjast með umræðunni og hvað er að gerast á hinu háa Alþingi. (Gripið fram í.) Ég er ekki viss um að þau nenni að vaka daga og nætur til þess að bíða eftir réttu ræðunum. (Gripið fram í: Heyr, heyr )