145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:11]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður fór yfir víðan völl í ræðu sinni. Eitt af því sem minnst var á voru lyf og kostnaður við lyf. Hv. þingmaður heldur því hér fram að um sé að ræða einhvers konar kvóta á lyf.

Í morgun fórum við yfir þessi mál í velferðarnefnd. Getur hv. þingmaður upplýst okkur um hvað fram kom á þeim fundi? Á þeim fundi voru formaður lyfjagreiðslunefndar og eins formaður lyfjanefndar Landspítalans.