145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:19]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í minnihlutaáliti sem Samfylkingin er á eða breytingartillögu — mig langar að spyrja hv. þingmann hvort ég skilji það rétt að þar sé 9 milljarða aukning á fjárútlátum, hvort það sé tilfellið. Ég sé ekki háar upphæðir þar í innviðauppbyggingu. Hv. þingmaður deildi svolítið á að peninga vantaði í innviðauppbyggingu í þessum fjárlögum. En ég spyr, hvar eru tillögur þeirra um það? Þeir flokkar sem nú stjórna eru að leggja skatt á bankana sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði ekki kjark til að gera. Ég spyr hv. þingmann: Hvar eru tillögur þeirra?

Hv. þingmanni var tíðrætt um loftslagsmálin og græna hagkerfið. Ef hún les frumvarpið (Forseti hringir.) og breytingartillögur (Forseti hringir.) (Gripið fram í.) þá ætti hv. þingmaður að sjá hvað er sett þar (Gripið fram í.) í skógrækt og svoleiðis uppbyggingu.