145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:22]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég biðst afsökunar á því að trufla þennan þingfund og umræðu um fjárlögin en ég vil tilkynna þingheimi það að fundur sem átti að vera klukkan sjö í kvöld með fulltrúum Landssambands eldri borgara og fulltrúum Örykjabandalagsins ásamt fulltrúum fjármálaráðuneytisins og velferðarráðuneytisins hefur verið frestað vegna þess að lengri tíma þurfti til að taka saman gögn í fjármálaráðuneytinu. Fundurinn hefur verið afboðaður og tekinn af vef Alþingis. Nú er verið að finna út hvenær hægt verður að koma því við að hafa fund en það verður eins fljótt og hægt er og að öllum líkindum í hádegisverðarhléi á morgun. Þær upplýsingar munu berast á næstu mínútum.