145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:29]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er liðinn rúmlega einn og hálfur sólarhringur síðan við óskuðum eftir fundi. Ráðuneytið hefur haft heldur langan tíma til að taka saman og föndra tölur, ef þetta snýst um það. Okkar ósk var að fá til fundar fulltrúa eldri borgara og öryrkja til að hlusta á sjónarmið þeirra, ekki til að hlusta á sjónarmið ráðuneytisins á einhverjum tölum. Þetta snýst nefnilega um einskiptisaðgerð sem á að liggja nokkurn veginn fyrir hvað kostar. Það þarf ekki mikla útreikninga til þess. Við erum að leiðrétta kjör fólks til jafns við aðra sem eru á vinnumarkaði aftur í tímann til 1.maí og fram til áramóta. Um það snýst þetta, þetta á ekki að snúast bara um krónur og aura. Milljarðarnir til eða frá sem þetta kostar liggja nokkurn veginn á hreinu. Það þarf ekki nein súlurit eða línurit eða nokkurn skapaðan hlut til þess að segja að núverandi ríkisstjórn sé búin að gera þetta (Forseti hringir.) og fyrrverandi ríkisstjórn hitt. Þetta snýst ekki um það, þetta snýst um að leiðrétta misrétti.