145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:39]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tek undir það sem sagt hefur verið að það er ekki gott að þessi fundur frestist vegna þess að það vanti einhver gögn frá ráðuneytinu. Eins og við höfum upplýst hér var hann fyrst og fremst hugsaður til að heyra hvað öryrkjar og ellilífeyrisþegar hefðu um málið að segja. Úr því sem komið er býst ég við að við getum ekki þvingað fram einhvern fund í kvöld. Mér finnst mjög mikilvægt að við fáum staðfestingu á því að fundurinn verður á ákveðnum tíma og að því sé slegið föstu og við getum treyst því. Ég spyr þá … (Gripið fram í.) Liggur það þá fyrir að fundurinn verður klukkan 12 á morgun? (GÞÞ: Í hádegishléinu á morgun.) Þegar hádegishléið verður á morgun, allt í lagi.