145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:44]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Auðvitað er það aumt yfirklór að starfsmenn fjármálaráðuneytisins séu ekki tilbúnir með talnagögn fyrir hv. formann fjárlaganefndar. Það er nefnilega þekkt taktík í viðskiptum og samskiptum að láta viðmælandann bíða. Núna er verið að sýna öldruðum og öryrkjum alveg fádæma dónaskap og hroka með því að boða þá til fundar með tíu klukkutíma fyrirvara og afboða svo fundinn eða fresta honum nánast fyrirvaralaust. Það er andstyggileg taktík gagnvart hópi sem stendur andspænis valdastofnun sem Alþingi er sem fer með fjárveitingavaldið.

Það þarf ekki tölur inn á þennan fund, það þarf bara vilja. Vilji er allt sem þarf í þessu máli.