145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:30]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Herra forseti. Mér þótti merkileg yfirlýsing hv. þingmanns og fyrrverandi utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, áðan. Hann var sem sagt fylgjandi þeirri stefnu sem kom fram í fjárlögum ár eftir ár eftir ár í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar, (ÖS: … endalaust að fjalla um það …) hv. þingmaður, nú skaltu hlusta, að skera niður framlög til heilbrigðisstofnana, til almannatrygginga, lækka bætur (ÖS: Já.) til elli- og örorkulífeyrisþega, en auka útgjöld til eftirlitsstofnana, setja hundruð milljóna (BjG: Rannsóknarskýrsla Alþingis.) í bjölluat sem hv. þingmaður að vísu stjórnaði eins og herforingi (Gripið fram í: Rétt) þangað til hann gafst upp, (Gripið fram í.) þangað til hv. (Gripið fram í.)þingmaður þurfti að gefast upp og gera hlé á viðræðunum. En þetta er merkileg (Forseti hringir.) yfirlýsing. Ég ætla, hæstv. forseti, að (Forseti hringir.) halda þeirri yfirlýsingu mjög til haga.