145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:21]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Engin samgönguáætlun í gildi? Það vitum við, en hún var til. Hún var klár hér. (Gripið fram í.) Samgönguáætlun var tilbúin til afgreiðslu síðastliðið vor. Það var stjórnarandstaðan sem samdi hana út af borðinu. (BjG: … hún var lögð fram á síðasta degi þings …) Hún var lögð fyrir. Það var búið að afgreiða hana út úr nefnd. Þannig að (BjG: Virðulegi forseti. Það er ekki hægt að tala svona …) það var bara þingið …

(Forseti (ÞórE): Ró í þingsalnum.)

Það var minni hlutinn sem kom í veg fyrir að samgönguáætlun … (BjG: Hvaða bull er þetta, hv. þingmaður?)— Sú samgönguáætlun sem var búið að afgreiða út úr nefnd en var ekki hleypt í gegn af stjórnarandstöðunni gerði ráð fyrir að árið 2016 færu um 500–540 millj. kr. í hafnarframkvæmdir, í Hafnabótasjóð.

Þessi áætlun og fjármunir í Hafnabótasjóð er mjög nálægt því að vera í takt við þá samgönguáætlun sem því miður fór ekki í gegn. (BjG: Sem er ekki til.)