145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:29]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna.

Það er bara ekki þannig að búið sé að lækka veiðigjöldin um 6–7 milljarða. Veiðigjöld árið 2014 voru 8,1 milljarður, 2013 voru þau 9,7 milljarðar, 9,8 milljarðar 2012, 8,1 milljarður 2014 og 8,8 milljarðar í tekjuskatt. (Gripið fram í.) (LRM: Ekki taka saman aftur …) 6 milljarðar í tryggingagjald. (Gripið fram í.) Við getum lengi talið.

En veiðigjöldin, ég þykist vita að við séum sammála um það, ég og hv. þingmaður, að við getum hækkað veiðigjöld á stærstu fyrirtækin, en litlu og meðalstóru fyrirtækin þola ekki meiri hækkun. En við getum ekki talað í sömu (Forseti hringir.) ræðunni um það að hækka veiðigjöldin og nota veiðiheimildir líka til þess að byggja upp á landsbyggðinni eða halda uppi byggð í landinu.