145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:35]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Eins og forseta rekur minni til, þá fór fram nokkur umræða um það fyrr á fundinum hver áætlun forseta væri fyrir kvöldið. Nú þegar klukkan er farin að nálgast miðnætti þá er eðlilegt að kallað sé eftir því hversu lengi forseti hyggst halda fundi áfram nú í kvöld. Nefndafundir eru fyrirhugaðir í fyrramálið. Sem kunnugt er þá klúðraði forusta fjárlaganefndar fundi með öryrkjum og öldruðum því að hún treysti sér ekki til að hitta þá í kvöld en hefur frestað því til morguns. Það er jafnframt nauðsynlegt fyrir fjárlaganefndarfólk að undirbúa sig undir þann fund og þess vegna er kallað eftir því að fá skýringar frá forseta á því hversu lengi ætlunin er að halda fundi áfram í kvöld.