145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:37]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Nú er langt liðið á kvöld, menn eru hér enn í fyrstu ræðum. Ef marka má mælendaskrána, sem er nú alllöng, eru menn í fyrstu ræðum, allmargir, fram undan. Mér finnst enginn bragur á því að bjóða upp á þá umræðu að menn séu að flytja sínar fyrstu ræður hér um hánótt og síðla kvölds þegar þingsalurinn tæmist. Það verða ekki andsvör við hæfi, umræðan verður ekki eðlileg eins og hún þarf að vera þegar fólk er að tjá sig um mál eins og fjárlögin þar sem undirliggjandi eru mjög þungir og miklir pólitískir undirtónar. Það er enginn bragur á því að fólki sé gert það að það fái ekki að flytja sínar fyrstu ræður meðan þingheimur vakir og fá umræður um sínar ræður, andsvör og þar fram eftir götunum.