145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:44]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Já, það er rétt, nýliði talar, orðinn gamall líka, það er alveg rétt. En (Gripið fram í.) mér líður ágætlega að öðru leyti. Ég vil hins vegar hvetja forseta til að halda þessari umræðu áfram fram á nótt og vera ekki að slíta þessum fundi of snemma. Menn tala um að það sé enginn bragur á því að flytja fyrstu ræðu svona seint að kvöldi. Eigum við að flytja fyrstu ræðu milli 9 og 5, er það nýjasta krafan?

Það er alveg rétt að þessi umræða á töluvert langt í land. Það eru margir á mælendaskrá og því er nauðsynlegt að nýta þann tíma sem við höfum, bæði núna í kvöld og jafnvel fram á nóttina og næstu daga og fram á kvöld þá líka, eins vel og hægt er. Ég hvet forseta til að halda þessum fundi áfram og slíta honum ekki of snemma.