145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:51]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Hv. þm. Karl Garðarsson hvatti hæstv. forseta til að ljúka ekki þingfundi of snemma. Þetta stakk mig dálítið: Ljúka ekki þingfundi of snemma. Hvað þýðir það eiginlega? Það eina sem mér dettur í hug er að Karl Garðarsson jafnvel og að því er ég held allir aðrir stjórnarliðar viti hversu lengi fundurinn á að vera. Mér finnst í rauninni ótækt að öllum þingmönnum sé þá ekki sagt hversu lengi fundurinn á að vera fram á kvöld eða nótt. Ég skora einfaldlega á stjórnarmenn sem vita eitthvað um það mál, nema ég hafi rangt fyrir mér um að þeir viti hvenær fundi lýkur, að upplýsa okkur um það. Takk.