145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:52]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hvaða vinnustaður í landinu mundi viðhafa önnur eins vinnubrögð og þau að ætla fólki að vinna nótt sem nýtan dag án þess að það fái að vita hver tímamörkin séu? Hver er tilgangurinn með því leikriti að sýna stjórnarandstöðunni slíkan hroka og yfirgang að ekki sé hægt að gera okkur grein fyrir því hversu lengi okkur sé ætlað að vaka og vera hér?

Hæstv. forseti. Það er nú þannig að fólk á líf, það á fjölskyldur, börn sem bíða heima, það eru afmæli, það er eitt og annað á döfinni í lífi fólks. Það er ekki eins og við í stjórnarandstöðunni veigrum okkur við að vera hér og vinna okkar vinnu, við viljum bara vita hvort það er eitthvert pláss fyrir (Forseti hringir.) lífið þessar klukkustundir. Þetta er upphaf 2. umr. (Forseti hringir.) Það er svo fáránlegt að vera að taka næturtíma (Forseti hringir.) til að klára fyrstu ræður manna. Það hefur ekki staðið á stjórnarandstöðunni að greiða fyrir þessari fjárlagaumræðu.