145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:00]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hvenær þingi ljúki. Þó að sá ósiður hafi verið um árabil, eins og hv. þm. Karl Garðarsson nefndi, að hér sé ófyrirsjáanleiki stimplaður inn þá er mikilvægt fyrir alla, mundi ég halda, kannski sérstaklega ungt fólk á Alþingi sem á börn heima, að fá að vita nokkurn veginn við hverju má búast. Þó að það sé að koma nótt er mín vænst heima til dæmis. Ég veit að hæstv. forseti vill ekki að ungabörn gráti inn í nóttina af því að þau fá ekki að drekka hjá móður sinni, en þau fá það ekki ef ég fæ ekki að vita hvenær fundinum lýkur því að ég þarf að gera ráðstafanir um það hvenær ég fer heim. (Forseti hringir.) Það er bara svoleiðis, þannig að ég óska eftir að fá að vita hvenær fundi lýkur.