145. löggjafarþing — 50. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:29]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vissi ekki að ég væri starfandi þingflokksformaður, hv. þingmaður segir mér fréttir. En ég skil hins vegar ekki af hverju ekki er hægt að áætla hvað stjórnarandstaðan ætlar að tala lengi í málinu. Ef enginn veit það, þá er líka erfiðara að svara þeirri spurningu sem þið eruð alltaf að heimta svar við: Hvað á þingfundur að vera lengi? (Gripið fram í: Það er málfrelsi á mælendaskrá.) Ég veit að það er málfrelsi en hvar liggur leikritið? Af hverju geta menn ekki upplýst þetta eins og við eigum að upplýsa hve þingfundur á að vera lengi? (Gripið fram í: Á hann að vera endalaust?) Já, já, hún er löng mælendaskráin, hún er ekki tæmd. Við vitum ekki hvað menn ætla að tala lengi. Þess vegna getum við eiginlega engu svarað því hvað þingfundur verður lengi á hverjum degi. Þetta er svo einfalt og ég skil ekki af hverju hv. þm. Össur Skarphéðinsson skilur þetta ekki, eins reyndur og gáfaður maður og hann er.