145. löggjafarþing — 50. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[01:05]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þetta andsvar. Þetta er sameiginlegt áhugamál okkar þingmannsins hér með. Það er alveg ljóst að upplýsingatæknimálin fela í sér gríðarleg tækifæri til hagræðingar og ég segi að því fyrr sem við setjum aukinn kraft í þessa vinnu þeim mun betra. En það er alveg ljóst að hún mun taka tíma og hagræðingin mun skila sér yfir lengri tíma.

Hvenær verður hafist handa af fullum krafti? Ég vonast til þess að það verði sem fyrst en eins og ég segi er ekki stór summa í þessu fjárlagafrumvarpi til að hefjast handa, enda skiluðum við af okkur í þeim hópi sem ég stýrði síðsumars. Ég vonast svo sannarlega til að sú undirbúningsvinna sem þegar er hafin muni skila þeim árangri, að við sjáum þess stað eins fljótt og hægt er.