145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

matvælaframleiðsla framtíðarinnar.

[11:05]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Þetta er ekki spurning um einhverjar pillur eða duft. Þetta er vöðvi, þetta er lund. Þetta er í rauninni ekkert öðruvísi en það sem kemur úr dýrinu. Það er hægt að stjórna fitumagni og hvaðeina. Þetta hefur rosalega heilnæm áhrif því að notkun sýklalyfja hverfur, eins og ég nefndi áðan. Við þurfum ekki að dæla sýklalyfjum í verksmiðjuframleidd dýr um allan heim. Við gerum það lítið sem ekkert hér á Íslandi, en samt þó. Þetta hefur þau áhrif að gróðrarstíur flensunnar, sem eru einmitt stórar verksmiðjur þar sem flensan grasserar, hverfa. Í læknavísindunum hafa menn gríðarlega miklar áhyggjur núna af því að við höfum engin sýklalyf til að takast á við næstu kynslóðir flensu.

Ég ítreka (Forseti hringir.) að þetta er ekki pilla eða duft. Þetta er vöðvi sem settur er á steikarpönnu og steiktur (Forseti hringir.) og borðaður eins og kjötið komi beint af dýrinu.