145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

greiðsluþátttökuheimildir lyfjagreiðslunefndar.

[11:14]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég get nú fullyrt að þó svo að hv. þingmaður fullyrði það og líki þeim sem hér stendur við sprúttsala þá heyrir sú verslun ekki undir það regluverk sem ég vinn eftir. Ég ítreka það sem sagt var á fundi og upplýst af forsvarsmönnum okkar ágæta fólks í lyfjagreiðslunefnd, lyfjanefndum spítalanna, lyfjamálastjóra ríkisins, að það eru engir kvótar í þessum efnum í íslenskri heilbrigðisþjónustu. (Gripið fram í.) Og það liggur alveg kýrskýrt fyrir í öllu laga- og regluverkinu, sem ég vænti að hv. þingmaður hafi kynnt sér, að íhlutun ráðherra er sem betur fer engin í þessi mál. Það er bundið í lög að ákvarðanir (Gripið fram í.) lyfjagreiðslunefndar ríkisins eru ekki kæranlegar til ráðherra. Það er fyrst og fremst verð og fjöldi sjúklinga sem ræður því hvernig farið er með í þessu máli. (ÓÞ: … gefur sjálfur fyrirmæli.)