145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:53]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir vildi gera sérstakan greinarmun á bótum og launum, en þegar peningurinn kemur að lokum í veskið hjá fólki er það allt sem skiptir máli. Það er ósanngjarnt að tala um bætur, að tala ekki alla vega um þær sem laun eða framfærslu og á sama hátt og laun, því að ef bótaþegi ætlar að fara að vinna sér inn meiri tekjur hverfa bæturnar bara. Þetta er fátækragildra sem við kolföst í. Ef bætur hverfa út af launum hljóta þær að hafa verið laun þó að lagatæknilegt drasl sé — ég skýli mér á bak við lögin. Mér finnst þetta ósanngjarnt. Ég hlakka til þegar við komumst í umræðu um markmiðið með þessu. Viljum við ekki að allir séu yfir lágmarkstekjum? Að enga skorti efnisleg gæði? (Forseti hringir.) Að engir séu undir í fátækramörkum 25,2%?