145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:28]
Horfa

Anna Margrét Guðjónsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni aftur fyrir sína ágætu fyrirspurn. Það er þannig með alla að það er erfitt að búa við fátækt. Geðsjúkdómar eru í eðli sínu erfiðir viðureignar, eins og ég sagði áðan. Þeir eru mjög algengir, það er auðvitað til mismunandi stig af geðsjúkdómum. Það sem við eigum að hafa í huga er að það er kannski auðvelt að lifa með marga þeirra með tiltölulega einföldum bjargráðum. Það er það sem við, samfélagið og stjórnmálamennirnir, eigum að hafa í huga. Það er svo auðvelt að hjálpa fólki að lifa með þessum sjúkdómi. Hann hefur hins vegar gríðarlega mikil áhrif á alla sem glíma við hann og alla sem búa í umhverfi geðsjúkdóma. Það er ekkert endilega að því fylgi fátækt. En það er auðvitað ákveðin fátæktargildra á meðan geðsjúkdómar eru í svo mikilli þöggun sem raun ber vitni. Þannig að með því að tala um þá getum við örugglega leyst talsvert mikið af þessum vandamálum.