145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:13]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Kristjáni L. Möller kærlega fyrir þessa fyrirspurn. Það er alveg rétt að gert er ráð fyrir því að tekjur muni aukast umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. En eins og hv. þingmaður veit þá er ekkert öruggt í hendi en við skulum vona að svo verði.

Hv. þingmaður beinir að mér spurningu, varðandi það að gera ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir fái hækkun til jafns við hækkun lægstu launa, en ég ætla ekki að svara henni hér. Ég er búin með tímann en hann beinir spurningunni kannski til mín aftur.