145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:14]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, tíminn er skammur, bara ein mínúta. Þá skal ég hafa þetta stutt og hnitmiðað: Af hverju fá aldraðir og öryrkjar ekki afturvirka hækkun eins og allir aðrir í þjóðfélaginu á þessu ári 2015? Af hverju er ekki gert ráð fyrir að aldraðir og öryrkjar fái hækkun eins og allir aðrir í þjóðfélaginu 1. maí nk. sem er í kringum 5–10%?