145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:17]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur fyrir spurninguna. Eins og hv. þingmanni er kunnugt hef ég svo sannarlega áhyggjur af því og hef haft lengi að það fjármagn sem fer í framhaldsskólana sé allt of lítið. Eins og ég sagði í lokaorðum mínum þá menntum við ekki okkar unga fólk miklu betur fyrir miklu minna fjármagn, ef við berum okkur saman við nágrannalönd sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Það er hins vegar svo að ekki verður allt gert í einu. Við höfum lagt á það áherslu að setja meira fjármagn í heilbrigðiskerfið, en ég er algerlega tilbúin að berjast fyrir því ef ég hef aðstöðu til þess að meira fjármagn (Forseti hringir.) muni á næstu árum koma inn í framhaldsskóla landsins.