145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:20]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar til að svara þeim spurningum sem hv. þingmaður beindi til mín í fyrra andsvari varðandi áhyggjur af innviðum framhaldsskóla úti á landi. Ég ætla samt að byrja á að taka fram að sú sem hér stendur hefur ekki séð það frumvarp sem hv. þingmaður talar um af hálfu menntamálaráðherra þannig að ég get ekki svarað fyrir það og mun ekki gera það.

Hv. þingmaður hefur áhyggjur af innviðum framhaldsskólanna. Við erum að fara í styttingu á námi til stúdentsprófs. Það er alveg ákveðið. Varðandi áhyggjur hv. þingmanns af fólki 25 ára og eldri, þá hefur vissulega verið ákveðinn hópur af nemendum á undanförnum áratugum sem eru 25 ára og eldri. Staðan er hins vegar sú (Forseti hringir.) nú að þó svo að það sé almenn regla að 25 ára og eldri (Forseti hringir.) fari ekki inn í framhaldsskólana mun verða pláss fyrir þá í minni skólum úti á landi svo (Forseti hringir.) fremi sem nemendur vantar inn í þá skóla. (Gripið fram í.)