145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:22]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég geri ráð fyrir að hv. þm. Brynhildur Pétursdóttir, sem ég þakka andsvarið, sé að tala um þá fjóra landsbyggðarháskóla sem settar eru viðbótarfjárveitingar í milli umræðna. Ég tel að þegar hv. þingmenn fara um landið í kjördæmaviku, þegar hv. þingmenn fá heimsóknir fyrir fjárlaganefnd, þegar hv. þingmenn ræða í kjördæmum á sérstökum fundum við forstöðumenn þeirra stofnana og bornar eru fram rökstuddar óskir, þá get ég ekki séð og ég hef ekki tekið þátt í því að fara þessa leið nema ég telji að hún sé rétt og ég tel að full ástæða sé til að setja fjármagn í þær stofnanir. Ég tel jafnframt (Forseti hringir.) að þetta sé bein ábending til menntamálayfirvalda að rétta þurfi hlut þessara stofnana.