145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:29]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, svo að ég haldi áfram með mitt fyrra svar þá er það þannig að stofnanir geta safnað upp afgangi, allt að 10% af rekstrarframlagi. Þegar stofnun fer yfir það er farið að skera af. Það má til sanns vegar færa að stofnanir sem reka sig vel, eða stofnanir sem koma vel út úr reiknilíkani — það er ósanngjarnt að taka þennan rekstrarhagnað af. En þegar við erum í þeirri stöðu að vera alltaf að togast á um fjármuni og reyna að skipta þeim sem réttlátast þá er eðlilegt að við horfum á það að þarna eru fjármunir sem eru alla vega á þeim tíma ónýttir og gætu nýst betur annars staðar. Það er svo annar handleggur hvort við getum fundið upp eitthvert kerfi sem gerir að verkum að við getum nýtt þetta fjármagn betur.