145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:16]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Nú hafa hagfræðingar OECD tjáð sig um mikilvægi jöfnuðar í ríkjum heims og áhrif jöfnuðar á auðlegð og hagsæld og hagvöxt. Piketty skrifaði um það metsölubók og Angus Deaton fékk hagfræðiverðlaun 2015 og skrifar líka mikið um það. En hægri stjórnin á Íslandi er að draga úr jöfnunarhlutverki skattkerfisins, bæði tekjuskattskerfisins og annars. Ég vil spyrja hv. þingmann: Telur hún að hægri stjórnin sé bara ekki nægilega vel lesin í fræðunum til að átta sig á því að hún er á algerlega rangri leið og að þetta er gamaldags pólitík (Gripið fram í: Heyr, heyr.) og ætti hið snarasta að snúa af þessari braut?