145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:22]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er skemmtilega „díteileruð“ spurning. Ég verð bara að svara því til, nei, ég veit það svo sannarlega ekki, hvorki hvað hæstv. ríkisstjórn ætlar að gera við skjölin né hreinlega hvað væri best að gera við skjölin annað en það sem brjóstvitið mundi segja mér. Með skjöl þá er oft best að hreyfa þau sem allra minnst. En að öllu gríni slepptu — klukkan er að verða hálftíu og maður er farinn að leyfa sér eitthvert glens — er þetta alvarlegt mál. Ég held að þetta snúist kannski meira um sölu á ríkiseignum. Að heppilegra sé að selja húsnæði til að fara að leigja eitthvað annað, er það ekki einmitt öfugt sem við ætlum að fara að gera hér á Alþingisreitnum, það sem hæstv. ríkisstjórn ætlar að fara að gera, þ.e. að hætta að leigja en byggja yfir Alþingi?