145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:14]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður kemur inn á barnabæturnar. Við horfum á að 11 milljarðar eru settir í barnabætur á næsta ári, sem verður kannski lægri upphæð þegar upp er staðið. Barnabætur byrja að skerðast við 200 þús. kr. Ég velti fyrir mér hvort við munum horfa upp á nýtt kerfi, jafnvel ótekjutengdar barnabætur eins og í Danmörku, og þá frekari stuðning fyrir þá sem þess þurfa. Ég tók eftir því í skýrslu Velferðarvaktarinnar að í rauninni er lagt til nýtt kerfi, hvort það er kallað barnatryggingar. Er það ekki eitthvað sem velferðarnefndin hefur skoðað? Ég upplifi ekki að barnabætur þjóni tilgangi sínum í dag fyrir alla. Samt er þetta töluverð upphæð. Það segir sig sjálft að hjón sem slefa aðeins yfir lágmarkslaun ná varla barnabótum. Það getur ekki verið eðlilegt.