145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:39]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tek undir það sem hér hefur komið fram, að í það minnsta verði gert hlé á þessum fundi ef honum verður þá ekki bara frestað á meðan fjárlaganefnd fær tækifæri, a.m.k. meiri hluti fjárlaganefndar, til að fara bæði yfir fjárlagafrumvarpið og tillögur sínar og athuga hvort þar vanti meira en þennan ríflega milljarð sem gleymdist að setja inn, hækkun sem byggist á 14. gr. kjarasamnings við KSÍ sem gerður var í apríl 2014. Það er ekki eins og málið sé nýtt.

Þegar svo er komið held ég að það sé ljóst að fleiri gallar séu á tillögum og nefndaráliti eins og hér hefur komið fram. Ég bendi bara á tvær augljósar villur í nefndarálitinu, í fyrsta lagi fullyrðingar um hvernig lækkun á útvarpsgjaldi fyrir Ríkisútvarpið hafi verið ákveðin, sem er röng, og í öðru lagi hefur slæðst inn meinleg villa á bls. 9 sem ég vona að flestir hafi tekið eftir þar sem kemur fram að meiri hlutinn hafi haft gott samstarf við stjórnendur Landspítalans að undanförnu.