145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:40]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er auðvitað óheppilegt þegar svona mistök gerast en stjórnendur framhaldsskólanna voru búnir að átta sig á þessu og voru búnir að spyrjast fyrir um hvort þetta ætti ekki að koma. Það er komið og fjárlaganefnd þarf auðvitað tóm til að fara betur yfir stöðuna og hvernig heildarjöfnuðurinn stendur þegar búið er að taka inn leiðréttingar. Fleiri eru á leiðinni ef ég skildi hv. þm. Guðlaug Þór Þórðarson rétt.

Frú forseti. Það er fundur í fjárlaganefnd í fyrramálið, fjárlaganefndarmenn eru hér við umræðu klukkan að verða 11 og ég spyr forseta hvenær fundi lýkur í kvöld. Er ekki rétt að taka tillit til þess að það er fjárlaganefndarfundur í fyrramálið og fjárlaganefndarmenn verða að vera hér við umræðuna þangað til þingfundi lýkur?