145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:09]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Fyrst af öllu er ég nokkuð hissa á því að hinir framsæknu hv. þingmenn Pírata skuli taka þátt í svona gamaldags málflutningi eins og hér kemur fram. Ég hélt að þeir væru aðeins á öðrum stað. (HHG: Hvar þá?) Að öðru leyti langar mig bara að segja að auðvitað erum við ekki að reyna að hamla því að nokkur maður tali hér. Það væri hins vegar gagn að því að vita hversu lengi hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar hyggjast tala í málinu því að það er um að gera að skipuleggja tímann. Við eigum öll fjölskyldur eins og hér kom fram fyrr (Gripið fram í.) sem við viljum gjarnan vera hjá (Gripið fram í.)og það er ekkert að því að skipuleggja okkar tíma og nýta hann vel. (Gripið fram í.) Meðan við gerum það ekki stöndum við hér bara bísperrt, höldum áfram að ræða þetta mikilvæga mál, ræða það mjög vel og brjóta til mergjar.