145. löggjafarþing — 51. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:06]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að víkja að þeim kafla ræðu hv. þingmanns sem laut að bótakerfinu eða bótum. Nú er það þannig á vinnumarkaði að laun ákvarðast ekki af öðrum þáttum en vinnuframlagi. Guðrún gröfukona tekur ekki endilega laun miðað við fjölskyldustærð, hversu mörg börn hún á eða þess háttar eða skuldir, laun taka ekki mið af skuldum manna sem dæmi. Þá standa launamenn reglulega í kjarabaráttu. Í ljósi þessa blasir við að það er eðlismunur á launum og bótum og það er ástæðan fyrir því að bætur taka lögbundnum breytingum einu sinni á ári ólíkt launum. (Forseti hringir.) Er hv. þingmaður ósammála því fyrirkomulagi hvernig bætur eru ákvarðaðar einu sinni á ári ólíkt launum?