145. löggjafarþing — 51. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:09]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég var kannski ekki nógu skýr í fyrirspurn minni. Það er einmitt sérstök staða öryrkja og annarra bótaþega að þeir semja ekki um kjör sín. Það er þess vegna sem það er lögákveðið að bætur taka breytingum einu sinni á ári með framlagningu fjárlaga, í ársbyrjun ár hvert. Til dæmis fengu bótaþegar 3% hækkun 1. janúar síðastliðinn þegar enginn launamaður fékk slíka hækkun sérstaklega. Það er það sem ég er að reyna að draga fram. Það eru lögákvæði hvernig bætur hækka og þess vegna vildi ég spyrja hv. þingmann hvort hann gæti ekki verið sammála mér um að það væri fólgið í því að minnsta kosti örlítið lýðskrum þegar stjórnmálamenn tala um að bætur eigi að hækka allt í einu afturvirkt, af því að það er beinlínis lögákveðið hvenær bætur hækka. Bótaþegar geta gengið að því vísu að bætur séu endurskoðaðar einu sinni á ári. Enginn launamaður getur gengið að slíku vísu. (Forseti hringir.) Margir launamenn hafa þurft að bíða miklu lengur en ár eftir endurskoðun launa sinna.