145. löggjafarþing — 51. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[01:35]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið.

Gini-stuðull er auðvitað ekki algildur mælikvarði og nær ekki utan um allt, til að mynda er mælikvarðinn háður því hvernig skattkerfið er uppbyggt. Það getur átt sér stað tilfærsla á milli ef óæskilegir hvatar eru í skattkerfinu.

Hins vegar verður ekki hjá því litið að þetta er sannarlega vísbending um aukinn jöfnuð. Ef maður horfir til þeirra skattaáherslna og skattbreytinga sem hæstv. ríkisstjórn hefur staðið fyrir þá er það samkvæmt Gini-stuðlinum að skila auknum jöfnuði.

Það er annað í þessari lífskjararannsókn Hagstofunnar sem er jákvætt. Sá hluti sem er undir lágtekjumörkum mælist 7,9% frá 11,1% samanburðarárið þar á undan og það er enn ein vísbendingin um að hér sé hæstv. ríkisstjórn á réttri leið í skattamálum. Ég nefndi það í andsvarinu að ég teldi það afar mikilvægt fyrir umræðuna þessi prýðilegu nefndarálit minni hluta. Þar kemur mjög skýrt fram, og það styrkir umræðuna og rökræðugrundvöllinn hér í þingsal, skýr stefnumunur ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu og það styrkir þar af leiðandi umræðugrundvöllinn.

Það kemur jafnframt fram að tekjudreifing hefur aldrei verið jafnari og menn finna ekki þjóð í Evrópu þar sem tekjudreifingin er jafnari. Þessi skattbreyting hæstv. ríkisstjórnar er því sannarlega að skila sér.