145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

lengd þingfundar.

[10:48]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Í gær fór ég heim og svæfði börnin og sofnaði líka. Tvær vökunætur í röð voru ekkert voðalega auðveldar fyrir hausinn á mér og ég er þakklátur fyrir svefninn. Hv. þm. Ásmundur Einar Daðason nefndi áðan að stjórnarandstaðan væri ekki tilbúin að ræða um þinglok, endann á þessari umræðu. Ég hef ekkert heyrt um að það hafi verið formlega komið til Pírata að minnsta kosti en ég minnist orða hér og þar í þinghúsinu sem er ekki rétt fyrir mig að upplýsa um en Ásmundur Einar getur kannski rifjað upp örstutta orðræðu hérna á miðvikudag um daginn í dag ef hann kýs svo.

(Forseti (EKG): Forseti minnir hv. þingmenn á að nefna aðra hv. þingmenn fullu nafni.)