145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

lengd þingfundar.

[10:51]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Út af umræðu þessu tengt er ég alla vega tilbúinn til að setjast niður og fara yfir það hvernig best sé að skipuleggja þinghaldið, en eðli málsins samkvæmt þurfum við að ræða þetta allan þann tíma og það er auðvitað réttur hv. þingmanna að taka allan þann tíma sem þeir vilja til þess að ræða fjárlögin, skárra væri það nú. Ég held hins vegar að það væri ekkert óskynsamlegt að setjast niður og sjá hvernig þetta lítur út fyrir okkur og hvort við getum náð saman um að skipuleggja þinghaldið fram að jólum. Mér sýnist við vera að stefna í það. En ef menn vilja það ekki höldum við áfram að tala um fjárlögin, sem eru afskaplega mikilvæg, og förum vel yfir þau. Það er alveg ljóst að hv. þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar ráða för hvað þetta varðar.