145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:07]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Við höfum séð breytingar í tekjuöflun í tíð þessarar ríkisstjórnar. Það hafa verið gerðar breytingar á skattkerfinu, m.a. lagðir af skattar sem, það má til sanns vegar færa, voru settir á í beinu framhaldi af hruninu þegar nauðsynlegt var að auka tekjur ríkisins bara hreinlega til þess að troða marvaðann, eins og auðlegðarskattur, sérstakur orkuskattur o.fl.

Ég er ekki að halda því fram að það eigi að halda allri skattheimtu sem sett er á við ákveðnar aðstæður í sama formi, en mér finnst mikilvægt að við notum skattkerfið áfram til að jafna í samfélaginu.

Ég sé að tími minn er útrunninn en sömuleiðis er mikilvægt að við fáum arð af sameiginlegum auðlindum.