145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:11]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Í áliti 3. minni hluta fjárlaganefndar er farið yfir heilbrigðismálin og í áliti meiri hluta er tafla um þróun framlaga til heilbrigðismála. Þar er talað um 26,9% breytingu á frumvarpi 2016 miðað við fjárlög 2013. Þar er að sjálfsögðu ekki gert ráð fyrir verðlagsbreytingum þannig að það er pínulítið verið að kasta ryki í augun á fólki.

Ef gert er ráð fyrir verðlagsbreytingum þá mundi það vera á núvirði eitthvað í kringum 136 milljarðar 2013 sem mundi gera um 18,5% hækkun frá fjárlögum 2013, þ.e. um 7% lægri upphæð en ellegar væri, sem er nokkurn veginn heilt ár í hækkunum á framlögum til heilbrigðismála (Forseti hringir.) miðað við meðaltal.

Annað sem ég vildi spyrja um var — ég fæ þá bara athugasemdir við þennan lið fyrst.