145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:12]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Hann bendir á ágæta punkta.

Ég held að það sé ákveðið aðalatriði á bak við þessa útreikninga, þ.e. hve erfitt er að áætla á Íslandi. Við höfum bætt við þessa óvissu sem ég minntist aðeins á með því að vera með sjálfstæða örmynt sem er því miður frekar erfitt að reikna út eða áætla um sveiflur í. Það gerir að verkum að við erum alltaf að horfa á upphæðir sem eru ekki sambærilegar vegna verðlagsbreytinga og sveiflna. Það þýðir í raun og veru að það er mjög erfitt að setja fram áætlanir eða tölur sem (Forseti hringir.) eru öruggar og því miður er auðvelt að setja fram tölur sem líta út fyrir að vera traustvekjandi en eru það kannski ekki.