145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:14]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Einmitt það sem hv. þingmaður segir, því er slengt fram að aldrei hafi verið lagt meira til heilbrigðismála en það er ekkert hægt að fullyrða um það fyrr en verðbólgan liggur ljós fyrir í byrjun 2017. Ég bið fólk því um að fara varlega í svona orð, taka að minnsta kosti tillit til verðlagsspár. Þetta var bara með 3% verðbólguáætlun, það eru til hærri verðbólguspár.

Ég vildi líka spyrja um tillögur minni hlutans til fjáraukalaga, sem sagt sundurliðun fjármögnunar. Annars vegar getur maður lesið það í fjárlögum að farið sé varfærnislega í að álykta um innkomu hvers liðar fyrir sig á meðan minni hlutinn reynir að vera nákvæmari í spám sínum. Þá er kannski hættan sú að maður segi í lok árs: Æ, úps. Þetta var aðeins of nákvæmt og við (Forseti hringir.) erum í mínus. En ef spáin er varfærnisleg segjum við: Vei, við fengum miklu meira en við bjuggumst við.