145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:20]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil ekki gerast of mikill spámaður og ég hef tilhneigingu til að vera bjartsýnn og trúa því þar til annað reynist að okkur takist að bæta vinnubrögð. En eins og ég minntist á í ræðunni þá hef ég áhyggjur af því að mér finnst eins og við séum að sumu leyti að leka aftur í sama farið á sama tíma og við erum öll hér á Alþingi sammála um að við viljum bæta vinnubrögðin. Ég hef áhyggjur af því.

Það sem gerðist í hruninu var það að við fórum sem samfélag í mikla naflaskoðun. Við skoðuðum meðal annars ferli og vinnubrögð, sáum hvað hafði verið laust í reipunum, hvað hafði klikkað og ákváðum að læra af því og við höfum auðvitað lært heilmikið af því.

En maður hefur áhyggjur af því að það er svo auðvelt að sleppa því að beita sjálfan sig aga og (Forseti hringir.) eftir því sem frá líður þá þurfum við að hafa meira fyrir því að muna lærdóminn.