145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:26]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tók það fram í ræðu minni að breytingartillögur minni hlutans væru settar fram af minni hluta og það er nú bara grundvallarskilgreining á minni hluta Alþingis að hann er ekki í meiri hluta, að hann fer ekki með framkvæmdarvaldið.

Af hverju förum við ekki og sækjum þessar tekjur? Það er að hluta til vegna þess að við stjórnum ekki málum. Við erum hins vegar að leggja fram aukin framlög til skatteftirlits til þess einmitt að sækja þessar tekjur. Við erum nú ekki svo bjartsýn, við setjum ekki væntingarnar svo upp í topp, eins og hv. þingmaður varaði einmitt við, að við ætlum að ná öllu því sem talað hefur verið um að sé útistandandi heldur einungis hluta þess.

Tillögur okkar um fjármögnun byggja þannig á þeirri reynslu sem við höfum séð í fjáraukalögum síðustu ár.