145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[13:04]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Ég hefði reyndar viljað hafa eitthvað meira bjart í ræðunni þar sem hann er fulltrúi Bjartrar framtíðar en hann viðurkenndi að hann væri svolítið kargur og argur þannig að það er skiljanlegt. Það er erfitt að vera bjartur og boða betri tíð ef maður er kargur og bitur.

Ég er hérna með breytingartillöguna frá minni hlutanum og fulltrúum hans. Ég spyr til að átta mig aðeins: Leggið þið til að þessu verði breytt til viðbótar við breytingartillögu frá meiri hlutanum? Er einhver samtala? Ég treysti mér ekki til að leggja þetta saman. Er það réttur skilningur að þetta sé ykkar tillaga til viðbótar við breytingartillögu meiri hlutans?