145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[13:07]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Gott og vel. Það kom fram í ræðu hv. þingmanns að hann teldi mikla þörf á að efla heilsugæsluna í landinu, ekki bara Landspítalann. Í tillögu þeirra eru bara Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri. Það er ekki til neins annars, ekkert til hafnarmála, ekkert til þessara innviða sem við þurfum virkilega að byggja upp og erum sammála um að þurfi að gera.

Mig langar aðeins að spyrja um tekjuliðina: Finnst honum virkilega raunhæft að á árinu 2016 náum við 4 milljörðum með bættu skatteftirliti og 3 milljörðum í auknum veiðigjöldum? Við vitum að það er búið að leggja veiðigjöld á fram í ágúst. Veiðigjöld á (Forseti hringir.) næsta fiskveiðiári, fram í september, greiðast í nóvember. Það eru aðeins tveir mánuðir á næsta ári sem við næðum meiri veiðigjöldum þó að við mundum hækka þau. Ætlarðu að ná 3 milljörðum í veiðigjöld á þessum tveimur mánuðum?