145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[13:10]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir prýðisgóða ræðu þar sem hann kom víða við eðli málsins samkvæmt enda stórt mál undir, heilt fjárlagafrumvarp. Ég hlustaði með athygli á umfjöllun hv. þingmanns um heilbrigðismálin og mér fannst þingmaðurinn leggja þar margt gott til og fjalla um þessi mál af þekkingu. Það var gaman að hlusta á það.

Þingmaðurinn talaði líka mikið um að það væru honum vonbrigði að ekki væri meira sett í innviðina nú þegar uppgangur er. Ég tek þar heils hugar undir vonbrigði þingmannsins. Þingmaðurinn kastaði því fram til ríkisstjórnarinnar af hverju þetta stafaði. Mig langar að spyrja hv. þingmann: Af hverju heldur hann eiginlega að þetta stafi? Við höfum ekki beinlínis fengið svör frá hæstv. ríkisstjórn um þetta, en af hverju heldur hv. þingmaður að ekki sé meira lagt (Forseti hringir.) í innviðina?