145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[15:32]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Ég hef haft miklar skoðanir á þessu verklagi sem var breytt en er aftur komið upp í fjárlaganefnd, sem er útdeiling styrkja. Það er alveg rétt að fjárlaganefnd fær ýmsar upplýsingar, en við höfum verið að búa til samkeppnissjóði, sóknaráætlun landshluta, safnliði og hinar og þessar leiðir til að útdeila fé með faglegum hætti og reyna að gæta jafnræðis. Hv. þingmaður þekkir þetta frá síðasta kjörtímabili.

Nú er talað um að þriðji geirinn hafi gleymst og það á að skipa þingmannanefnd og kannski fara aftur í þá vinnu sem farið var í á síðasta kjörtímabili. Ég skildi það sem svo að flestallir þingmenn í fjárlaganefnd hafi verið sammála því að breyta.

Hvað segir hv. þingmaður um þetta?