145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[15:46]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Það eru þó nokkur íslensk stafræn máltækniverkefni til. Ég kann ekki að lista þau öll upp eftir minni, en þau er hægt að finna tiltölulega auðveldlega hjá Árnastofnun, Máltæknisetri og víðar. En orðabókin er kjarninn að þeim öllum. Án opins aðgengis að orðabókinni sjálfri, skilgreiningu orðanna og meira að segja þýðingum þá er hitt nánast gagnslaust fyrir utanaðkomandi. Þau tól sem eru þó til hafa fengið mikið hrós og hafa vakið athygli og áhuga mjög margra á tungumálinu. Það væri ómetanlegt fyrir framtíð og þróun á stafrænni íslensku að bæta orðabókinni við. Ég hvet til þess (Forseti hringir.) að orðabókin verði gefin út sem fyrst.